Fimm bestu markvörslurnar - myndskeið

Fimm tilþrif markvarða þóttu þau bestu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í vetrarfrís-umferðinni sem var leikin dagana 8. til 17. febrúar.

Reyndar fer lokaleikur umferðarinnar fram í kvöld þegar Manchester City og West Ham mætast klukkan 19.30 en hann er sýndur á Símanum Sport.

Úrvalsdeildin er hins vegar búin að velja fimm markvörslur úr umferðinni og þær má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Þar eru það Ben Foster hjá Watford, Kasper Schmeichel hjá Leicester, Alisson hjá Liverpool, Tim Krul hjá Norwich og Bernd Leno hjá Arsenal sem sýna bestu tilþrifin.

mbl.is