Leicester nær forskoti í slagnum um Liverpool-manninn

Adam Lallana.
Adam Lallana. AFP

Leicester City hefur hafið viðræður um að fá miðjumanninn Adam Lallana til liðs við sig frá Liverpool í sumar, samkvæmt frétt Sky Sports.

Þegar liggur fyrir að Liverpool muni ekki bjóða Lallana nýjan samning eftir þetta tímabil en hann hefur leikið með liðinu í sex ár, frá því núverandi knattspyrnustjóri Leicester, keypti hann til Liverpool frá Southampton.

Lallana þarf leyfi síns félags til viðræðna við önnur ensk félög áður en samningurinn rennur út en Sky Sports segir að það sé formsatriði í þessu tilfelli því Liverpool hafi heimilað Lallana að byrja að skipuleggja næsta skref sitt á ferlinum.

Lallana er 31 árs og talið er að Tottenham, Arsenal og West Ham hafi einnig áhuga á að fá hann í sínar raðir en Leicester sé nú  búið að ná forskoti á keppinautana. Lallana hefur aðeins þrívegis verið í byrjunarliði Liverpool í úrvalsdeildinni í vetur en hann hefur samtals spilað 175 mótsleiki fyrir félagið og skorað í þeim 22 mörk. Þar af eru 126 leikir og 18 mörk í úrvalsdeildinni. Þá á hann að baki 34 landsleiki fyrir England.

mbl.is