City hafnar öllum ásökunum UEFA

Leikmenn Manchester City fagna gegn West Ham í gær.
Leikmenn Manchester City fagna gegn West Ham í gær. AFP

Forráðamenn Manchester City ætla að berjast gegn úrskurði UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, með kjafti og klóm, en félagið var síðasta föstudag dæmt í tveggja ára keppnisbann frá Meistaradeild Evrópu og sektað um 25 milljónir punda.

Félagið sendi frá sér myndskeið í gær þar sem framkvæmdastjórinn Ferran Soriano tilkynnir stuðningsmönnum City að þeir megi vera vissir um tvö atriði: Í fyrsta lagi séu ásakanirnar á hendur félaginu rangar og í öðru lagi muni félagið gera allt sem í þess valdi stendur til að sanna að svo sé.

UEFA sakaði Manchester City um að brjóta reglur sambandsins um fjárhagslega háttvísi á árunum 2012 til 2016 með því að gefa upp of háar tölur um auglýsingatekjur í bókhaldi sínu. Þar voru bókfærðar 67,5 milljónir punda sem UEFA segir að hafi verið bein greiðsla frá eiganda félagsins, Sheikh Mansour, en hann er aðstoðarforsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hálfbróðir forseta ríkisins. Þá fylgdi með í úrskurðinum að forráðamenn City hefðu ekki verið samvinnuþýðir.

Manchester City hefur áfrýjað dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, en ekki er ljóst hvenær áfrýjunin verður tekin fyrir.

Erum sjálfbært félag

„Við erum sjálfbært knattspyrnufélag, við skilum hagnaði, við skuldum ekki, bókhald okkar hefur verið margskoðað af endurskoðendum, eftirlitsstofnunum og fjárfestum, og þetta er alveg á hreinu. Við höfum tekið fullan þátt í rannsókn málsins og skiluðum miklu magni af skjölum sem við teljum vera fullnaðarsönnun á því að þessar ásakanir séu rangar,“ sagði Soriano enn fremur í yfirlýsingunni sem birt var í gær.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »