Snýr loks aftur eftir sjö vikna fjarveru

Jóhann Berg Guðmundsson er að komast aftur af stað hjá …
Jóhann Berg Guðmundsson er að komast aftur af stað hjá Burnley. Ljósmynd/Burnley

Jó­hann Berg Guðmunds­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, verður klár í slag­inn er lið hans Burnley fær Bournemouth í heimsókn í ensku úr­vals­deild­inni á laug­ar­dag og verður í leikmannahópi liðsins.

Þetta staðfesti Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, á blaðamannafundi í dag. 

Jó­hann hef­ur ekk­ert leikið með Burnley síðan hann meidd­ist í leik gegn Peter­brough í enska bik­arn­um í byrj­un árs og hefur misst af sex síðustu leikjum liðsins.

Kant­maður­inn var þá ný­kom­inn af stað á ný eft­ir þriggja mánaða meiðsli. Hann hef­ur því verið mikið frá keppni síðasta tæpa hálfa árið.

mbl.is