Verður áfram hjá Campbell og Hermanni

Patrik Sigurður Gunnarsson verður áfram í herbúðum Southend.
Patrik Sigurður Gunnarsson verður áfram í herbúðum Southend. Ljósmynd/Southend

Markvörðurinn ungi Patrik Sigurður Gunnarsson verður áfram í herbúðum Southend í ensku C-deildinni að láni frá Brentford sem leikur í B-deildinni. Mun hann í það minnsta spila í leik gegn Oxford um helgina. 

Sout­hend fékk Patrik lánaðan á dögunum, en um svo­kallað neyðarlán er að ræða vegna markv­arðavand­ræða sem upp komu vegna meiðsla aðal­markv­arðar liðsins.

Sol Campbell, þjálfari Southend, er ánægður með Patrik, sem lék í 2:3-tapi liðsins fyrir Burton um síðustu helgi. 

„Patrik verður áfram hjá okkur. Hann hefur staðið sig mjög vel. Hann gat lítið gert við mörkunum og hann hafði jákvæð áhrif á okkur,“ sagði Campbell um Patrik á blaðamannafundi. 

mbl.is