Chelsea bjargaði jafntefli undir lokin (myndskeið)

Chel­sea tókst að bjarga jafn­tefli gegn Bour­nemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á úti­velli með marki fimm mín­út­um fyr­ir leiks­lok, en loka­töl­ur urðu 2:2.

Bournemouth komst í 2:1, en Chel­sea gafst ekki upp og Marcos Alon­so skoraði sitt annað mark og jöfn­un­ar­mark Chel­sea á 85. mín­útu og þar við sat. Chel­sea er í fjórða sæti með 45 stig, fjór­um stig­um á und­an Manchester United. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is