Dramatík í kringum Gylfa (myndskeið)

Everton og Manchester United gerðu 1:1-jafntefli á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn var bæði fjörugur og dramatískur.

Dominic Calvert-Lewin kom heimamönnum yfir snemma leiks eftir mistök David de Gea í marki United áður en nýi maðurinn Bruno Fernandes jafnaði metin. Gylfi Þór Sigurðsson fékk svo tækifæri undir lokin en honum brást bogalistin og var svo í brennidepli í umdeildri ákvörðun dómarans.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is