Glæsimark færði botnliðinu von

Norwich vann í kvöld afar óvænt­an 1:0-heima­sig­ur á Leicester í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta. Þrátt fyr­ir sig­ur­inn er Norwich enn í botnsæti deild­ar­inn­ar. 

Jamal Lew­is skoraði sig­ur­markið með fal­legu skoti ut­ar­lega í teign­um. Norwich er nú með 21 stig, fjór­um stig­um frá ör­uggu sæti í deild­inni. Leicester er í þriðja sæti með 50 stig. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir neðan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is