Messi á Molineux: Það er ekkert að því (myndskeið)

Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir og Magnús Már Ein­ars­son ræddu við Tóm­as Þór Þórðar­son í Vellinum um afar öflugan sigur Wolves á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Wolves vann 3:2 sigur á Tottenham eftir að hafa lent undir tvívegis í leiknum en liðið hefur nú 42 stig í 6. sætinu, jafn mörg og Manchester United, og þremur minna en Chelsea sem er í 4. sæti, sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

„Messi á Molineux. Það stuðlar líka. Það er ekkert að því,“ sagði þáttastjórnandinn Tómas Þór Þórðarson, um möguleikann á því að Wolves verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið leikur á Molineux-vellinum í Wolverhampton.

Innslagið má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska fót­bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is