Stóðu af sér stórsókn Newcastle (myndskeið)

Newcastle og Burnley gerðu í dag markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir nokkuð góð færi tókst hvorugu liðinu að skora mark. 

Newcastle var töluvert sterkari aðilinn og fékk fín færi til að skora, en inn vildi boltinn ekki og skiptu liðin því með sér stigunum. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is