West Ham upp úr fallsæti með glæsibrag (myndskeið)

West Ham fór upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 3:1-heima­sigri á Sout­hampt­on. Jarrod Bowon kom West Ham yfir á 15. mín­útu með sínu fyrsta marki fyr­ir fé­lagið.

Michael Oba­femi jafnaði fyr­ir Sout­hampt­on á 31. mín­útu en Sé­bastien Haller sá til þess að West Ham færi með 2:1-for­ystu í hálfleik­inn. 

Michail Ant­onio gull­tryggði svo 3:1-sig­ur West Ham með marki á 34. mín­útu. West Ham er nú í 16. sæti með 27 stig, tveim­ur stig­um fyr­ir ofan fallsæti. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is