Það gengur allt upp hjá Calvert-Lewin (myndskeið)

Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir og Magnús Már Ein­ars­son ræddu við Tóm­as Þór Þórðar­son í Vellinum um frammistöðuna hjá Domick Calvert-Lewin, framherja Everton, í leik liðsins gegn Manchester United.

Calvert-Lewin hefur skorað 13 í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en 10 þeirra hafa komið eftir að Ítalinn Carlo Ancelotti tók við stjórnartaumunum hjá Everton.

„Það er gaman að sjá að Everton eigi loksins enskan framherja sem skorar mikið af mörkum,“ sagði Margrét Lára í Vellinum.

„Þetta mark er lýsandi fyrir það að það gengur allt upp. Núna er allt inni,“ sagði Magnús Már Einarsson, sérfræðingur Vallarins.

Innslagið má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska fót­bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is