City ræður ríkjum í Manchester (myndskeið)

Manchester City og Manchester United mætast í Manchester-slag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn kemur. 

Þegar Yaya Toure kom til City voru yfirburðir United miklir, en hjólin fóru að snúast hjá City á þeim átta árum sem miðjumaðurinn var í Manchester. 

Toure spilaði m.a. í 6:1-sigri City á United á Old Trafford og þá varð hann þrisvar Englandsmeistari með Manchester-liðinu. 

Hann rifjar upp skemmtileg atvik úr leikjum við United og ræðir Manchester-slaginn í meðfylgjandi myndskeiði. Þá segir hann m.a. að City ráði nú ríkjum í Manchester.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is