Miklu meira en bara þrjú stig í boði (myndskeið)

Erkifjendurnir í Manchester United og Manchester City eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag klukkan 16:30. 

Viðureignir liðanna eru með þeim stærstu í heimsfótboltanum eftir að Manchester City varð að veldi í enskum fótbolta. 

Manchester United var með mikla yfirburði gegn nágrönnunum sínum, en árið 2011 vann City 6:1-sigur á Old Trafford. Síðan þá hefur City unnið ensku deildina fjórum sinnum en United aðeins einu sinni. 

Í meðfylgjandi myndskeiði er farið yfir slag Manchester-liðanna. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is