Frakkinn kom Arsenal til bjargar (myndskeið)

Arsenal vann West Ham 1:0 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með marki frá Alexandre Lacazette á 78. mínútu.

Arsenal er nú í níunda sætinu með 40 stig en West Ham er áfram með 27 stig í sextánda sætinu og aðeins fyrir ofan fallsæti á markatölu.

Svipmyndir úr leik Arsenal og West Ham má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is