Liverpool þremur sigrum frá titlinum (myndskeið)

Liverpool er þremur sigrum frá því að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár eftir 2:1-sigur á Bournemouth á Anfield í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Liverpool er nú með 25 stiga forskot á Manchester City, sem á leik við erkifjendur sína í Manchester United á morgun. 

Svipmyndir úr leik Liverpool og Bournemouth má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is