Manchester-slagur og stórleikur hjá Gylfa (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í fótbolta heldur áfram um helgina er 29. umferðin verður leikin. Nokkir áhugaverðir leikir eru á dagskrá og strax í hádeginu í dag getur Liverpool svarað fyrir tapið gegn Watford í síðustu umferð er toppliðið fær heimsókn frá Bournemouth. 

Leikur Arsenal og West Ham verður í beinni útsendingu á Símanum sport og einnig á svæði enska boltans á mbl.is. Sunnudagurinn er stór því annars vegar mætast Chelsea og Everton á Stamford Bridge og hins vegar Manchester United og Manchester City á Old Trafford. 

Í meðfylgjandi myndskeiði fer Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport yfir dagskrá helgarinnar í enska boltanum. 

Dagskrá helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni: 

Laugardagurinn 7. mars: 
12:30 Liverpool - Bournemouth (í beinni útsendingu á Símanum sport)
15:00 Arsenal - West Ham (í beinni útsendingu á Símanum sport og mbl.is)
15:00 Crystal Palace - Watford 
15:00 Sheffield United - Norwich 
15:00 Southampton - Newcastle 
15:00 Wolves - Brighton 
17:30 Burnley - Tottenham (í beinni útsendingu á Símanum sport)

Sunnudagurinn 8. mars:
14:00 Chelsea - Everton (í beinni útsendingu á Símanum sport)
16:30 Manchester United - Manchester City (í beinni útsendingu á Símanum sport)

Mánudagurinn 9. mars: 
20:00 Leicester - Aston Villa (í beinni útsendingu á Símanum sport)

mbl.is