Misstu af stigum í Evrópubaráttu (myndskeið)

Wolves missti dýrmæt stig á heimavelli með 0:0-jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en er áfram í fimmta sætinu með 43 stig, tveimur stigum á eftir Chelsea.

Brighton er með 29 stig í fimmtánda sæti og fékk mikilvægt stig í fallbaráttunni.

Svipmyndir úr leik Wolves og Brighton má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is