Skiptu með sér stigum í Evrópuslag (myndskeið)

Burnley og Tottenham skildu jöfn, 1:1, í síðdegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Turf Moor í dag. Bæði lið urðu þar með af dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti.

Tottenham er í 8. sæti með 41 stig og Burnley er í 10. sæti með 39 stig.

Svipmyndir úr leik Tottenham og Burnley má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is