Upp í efri hlutann með naumum sigri (myndskeið)

Jordan Ayew tryggði Crystal Palace 1:0-sigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með marki á 28. mínútu.

Palace er þar með komið upp í tíunda sætið með 39 stig. Watford er áfram með 27 stig í sautjánda sæti.

Svipmyndir úr leik Crystal Palace og Watford má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is