VAR breytti gulu í rautt (myndskeið)

Newcastle lagði Southampton 1:0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem Allan Saint-Maximin skoraði sigurmarkið á 79. mínútu.

Southampton missti Moussa Djenepo af velli með rautt spjald á 28. mínútu. Newcastle er þá með 35 stig og Southampton 34 í þrettánda og fjórtánda sæti.

Svipmyndir úr leik Southampton og Newcastle má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is