Endurgreiða ekki áskrifendum íþróttastöðvanna

Gary Neville og Jamie Carragher vinna hjá Sky Sports.
Gary Neville og Jamie Carragher vinna hjá Sky Sports. Ljósmynd/Skysports.com

Ensku íþróttasjónvarpsstöðvarnar BT Sport og Sky Sports munu ekki bjóða áskrifendum sínum upp á endurgreiðslur, þrátt fyrir að beinar útsendingar verði af afar skornum skammti á næstunni. 

BT og Sky deila með sér sjónvarpsréttinum á ensku úrvalsdeildinni og þá sýnir Sky einnig frá ensku neðrideildunum og BT frá Meistara- og Evrópudeildinni. Ekki verður leikið í keppnunum á næstunni, en þrátt fyrir það verða engar endurgreiðslur. 

BT mun einbeita sér að því að sýna heimildarmyndir og endursýningar á meðan ekki verður leikið í deildinni og þá sagði talsmaður Sky Sports að stöðin myndi sýna leiki í beinni um leið og deildirnar færu af stað á ný. 

mbl.is