Liverpool yrði ekki meistari

Aleksander Ceferin forseti UEFA.
Aleksander Ceferin forseti UEFA. AFP

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að Liverpool verði ekki enskur meistari fari svo að ekki verði hægt að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur Daily Mail á Englandi eftir Slóvenanum. 

Tímabilið í ensku deildinni á að fara aftur af stað 4. apríl en ólíklegt þykir að af því verði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar, en þrátt fyrir það verður liðið ekki krýndur meistari nema takist að klára þá leiki sem eftir eru. 

„Ég hef séð fréttir um að UEFA ætli að stöðva deildirnar núna og lýsa yfir að efsta liðið verði meistari. Það er ekki rétt. Markmiðið okkar er að klára deildirnar og við höfum ekki ákveðið að aflýsa neinum deildum,“ sagði hann. 

mbl.is