Aron minnist fallins félaga

Aron Einar Gunnarsson lék með Peter Whittingham hjá Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson lék með Peter Whittingham hjá Cardiff. AFP

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu minnist félaga síns Peters Whittinghams á Instagram í dag. Léku þeir saman um árabil með Cardiff en Whittingham lést í dag aðeins 35 ára að aldri. 

Whitt­ing­ham slasaðist í vik­unni þegar hann féll á höfuðið á veit­inga­húsi í borg­inni Barry í Wales og höfuðmeiðsli sem hann varð fyr­ir voru það al­var­leg að hann lést á sjúkra­húsi í Barry. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu og ung­an son.

„Ég er miður mín eftir að hafa heyrt að þú værir fallinn frá, allt of snemma. Þín verður sárt saknað vinur. Ég elskaði hverja mínútu sem við áttum saman og þú gerðir mér auðvelt fyrir þegar ég kom til Cardiff. Þú varst alltaf jarðbundinn og glaður,“ skrifaði Aron m.a. á Instagram. 

mbl.is