Mun yfirgefa Arsenal fljótlega

Mesut Özil gæti yfirgefið Arsenal fljótlega.
Mesut Özil gæti yfirgefið Arsenal fljótlega. AFP

Þrátt fyrir að Mesut Özil sé heimsklassa knattspyrnumaður á hann enga framtíð hjá Arsenal að sögn Andrei Arshavin, sem á sínum tíma var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. 

Özil hefur spilað 254 leiki með Arsenal og skorað í þeim 44 mörk og unnið enska bikarinn með liðinu þrisvar sinnum síðan hann kom frá Real Madríd 2013. Samningur Þjóðverjans rennur út næsta sumar og á Arshavin ekki von á að félagið semji við hann á ný.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Özil en hann hægir of mikið á leiknum. Ég væri til í annan leikmann og ég sé hann ekki eiga framtíð hjá félaginu. Hann hefur bætt sig eftir að Arteta tók við, en hann mun eflaust yfirgefa Arsenal fljótlega,“ sagði Rússinn. 

mbl.is