Verður goðsögn hjá United

Nemanja Matic hefur mikið álit á Scott McTominay.
Nemanja Matic hefur mikið álit á Scott McTominay. AFP

Nemanja Matic, knattspyrnumaður hjá Manchester United, hefur mikið álit á samherja sínum Scott McTominay. Skotinn er orðinn mikilvægur leikmaður hjá United og lék hann 27 leiki í öllum keppnum áður en gert var frí vegna kórónuveirunnar. 

Matic hefur trú á að McTominay verði mikilvægur hlekkur í liði United um ókomin ár. „Hann verður mikilvægur hjá United næstu tíu árin. Hann er manneskja og leikmaður sem þú vilt vera með í liði. Ég er viss um að hann verði goðsögn hjá félaginu,“ sagði Matic í samtali við heimasíðu United. 

McTominay kom í gegnum unglingastarf UNited og er samningsbundinn félaginu til 2023. Matic skrifaði á dögunum undir nýjan eins árs samning við United. 

mbl.is