United semur við 16 ára markvörð

Radek Vitek
Radek Vitek Ljósmynd/Sigma Olomuc

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gengið frá kaupum á hinum 16 ára gamla Radek Vitek. Vitek er tékkneskur markvörður sem kemur frá Sigma Olomuc í heimalandinu. 

Njósnarar United fylgdust vel með Vitek á síðasta ári og ákváðu að lokum að bjóða honum samning. Vitek, sem er 196 sentímetrar, lýsti yfir ánægju sinni með tíðindin á heimasíðu Sigma Olomuc. 

„Það er ótrúleg tilfinning að semja við Manchester United og algjör draumur. Ég hlakka mikið til og ég viðurkenni að ég trúði þessu ekki fyrst,“ sagði Vitek. 

mbl.is