Löngu tímabært að sýna þeim þakklæti

Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson AFP

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segist „hæstánægður með að við séum loks að sjá mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar“, í kjölfar þess að félagið hefur stutt við starfsmenn heilbrigðisgeirans.

United hefur gefið mat til fjölskylduhjálpar og lánað heilbrigðisstarfsfólki afnot af leikvangi sínum sem og bílaflota félagsins í baráttunni gegn kórónuveirunni sem nú herjar á Bretland og alla heimsbyggðina.

Ferguson gekkst undir aðgerð vegna heila­blóðfalls fyrir nokkrum árum og þekkir því mætavel sjálfur mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar. „Ég er hæstánægður með að við séum loks að sjá mikilvægi heilbrigðisstarfsmanna, eins og ég komst að fyrir tveimur árum þegar þeir björguðu lífi mínu. Hvernig við höfum brugðist við þessum faraldri fyllir mig stolti, breska þjóðin hefur safnast saman í þessari baráttu. Vel gert,“ hefur Sky Sports eftir Ferguson.

mbl.is