Leikmaður Chelsea handtekinn vegna áverka konu

Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi. AFP

Callum Hudson-Odoi, nítján ára gamall leikmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, var handtekinn í suðvesturhluta London aðfaranótt sunnudagsins.

Sjúkrabíll var kallaður að húsi skömmu fyrir klukkan fjögur um nóttina og kona var flutt á sjúkrahús. Hudson-Odoi var handtekinn á staðnum en síðar sleppt og gert að mæta í yfirheyrslur vegna rannsóknar málsins sem hefjast um miðjan júní.

Chelsea hefur hafnað því að segja nokkuð um málið við enska fjölmiðla. Hudson-Odoi varð fyrstur enskra knattspyrnumanna til að greinast með kórónuveiruna í marsmánuði en var búinn að ná sér að fullu.

mbl.is