Vill að United kaupi einn besta leikmann Tottenham

Heung-min Son.
Heung-min Son. AFP

Peter Schmeichel, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Dana og Manchester United, svaraði spurningum stuðningsmanna á Twitter í dag.

Var hann m.a. spurður um hvaða leikmann hann myndi kaupa til United, væri hann að sjá um leikmannakaup félagsins. 

Svaraði Daninn í þremur orðum: „Son frá Tottenham.“  Er Son einn allra besti leikmaður Tottenham en liðsfélagi hans, Harry Kane, hefur mikið verið orðaður við Manchester United síðustu mánuði. 

Son hefur leikið 151 deildarleik fyrir Tottenham og skorað í þeim 51 mark síðan hann kom til Englands frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Þá hefur hann skorað 26 mörk í 87 landsleikjum með Suður-Kóreu. 

mbl.is