Hefur hæfileikana til að spila fyrir United

Jack Grealish hefur verið orðaður við Manchester United.
Jack Grealish hefur verið orðaður við Manchester United. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Jack Grealish hefur hæfileika til að spila fyrir Manchester United, eða hvaða stóra félag sem er að mati Martin O'Neill. Írinn O'Neill var knattspyrnustjóri Grealish hjá Aston Villa á sínum tíma.

Grealish hefur lengi við orðaður við Manchester United og ku Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vera mikill aðdáandi leikmannsins, sem hefur leikið með Aston Villa allan ferilinn. 

„Það er erfitt að segja hvað Grealish gerir í framtíðinni. Hann er í miklu uppáhaldi hjá Villa og hann hefur ávallt verið stuðningsmaður félagsins. Hann hefur hins vegar klárlega hæfileika til að spila með Manchester United, eða annað stórlið,“ sagði O'Neill við Stats Perform. 

mbl.is