B-deildin af stað 20. júní

Leeds United og West Brom eru í tveimur efstu sætunum.
Leeds United og West Brom eru í tveimur efstu sætunum. Ljósmynd/Leeds United

Enska B-deildin í knattspyrnu hefur göngu sína á nýjan leik þann 20. júní, svo lengi sem það getur talist öruggt. Verður um svipað fyrirkomulag og í ensku úrvalsdeildinni og er stefnt að því að ljúka deildinni með úrslitaleik í umspili þann 30. júlí. Verður leikið án áhorfenda. 

Líkt og í úrvalsdeildinni fær hvert lið fimm skiptingar í leik og þá mega lið tefla fram 20 manna leikmannahópum í stað 18. Mun enska úrvalsdeildin fara af stað á þjóðhátíðardaginn 17. júní og því þrír dagar á milli byrjun deildanna. 

Leeds United er í toppsæti deildarinnar með 71 stig, einu stigi á undan West Brom, þegar níu leikir eru eftir. Þar á eftir kemur Fulham með 64 stig. Efstu tvö liðin fara upp í ensku úrvalsdeildina og sæti 3-6 leika í umspili. 

mbl.is