Bottas bestur

Valtteri Bottas í Barcelona í dag.
Valtteri Bottas í Barcelona í dag. AFP

Valtteri Bottas  hjá Mercedes ók hraðast á lokadegi vetraræfinga formúluliðanna í Barcelona. Hann ók einnig hraðast í síðustu viku.

Max Verstappen á Red Bull náði næstbesta tíma og árangur Daniels Ricciardo á Renault frá því fyrir hádegi dugði honum til þriðja sæti á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar. Bottas ók hringinn á 1:16,196 mínútum, Verstappen á 1:16,269 og Ricciardo á 1:16,276 mín.

Í sætum fjögur til fjórtán á listanum fræga urðu - í þessari röð - Charles Leclerc á Ferrari, Lewis Hamilton á Mercedes, Esteban Ocon á Renault, Sergio Perez á Racing Point, Daniil Kvyat  á AlphaTauri, Romain Grosjean á Haas, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, Kevin Magnussen á Haas og Alexander Albon á Red Bull.

mbl.is