Kappakstri aflýst í Melbourne

Hættið við formúluna skrifar listflugmaður á himinhvelfinguna fyrir ofan kappakstursbrautina …
Hættið við formúluna skrifar listflugmaður á himinhvelfinguna fyrir ofan kappakstursbrautina í Melbourne. Honum hefur orðið að ósk sinni. AFP

„Formúlu-1 kappakstrinum sem fara átti fram um helgina í Melbourne í Ástralíu hefur verið aflýst. Var það niðurstaða eftir langan fund í framhaldi af því að McLaren liðið dró sig úr keppni eftir að staðfest var að einn liðsmanna væri smitaður af kórónuveirunni.

Liðsstjórarnir sögðu það vera þeim óþægilegt að stefna til keppni eftir að McLaren dró sig í hlé. Féllst yfirstjórn formúlunnar svo og Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) á niðurstöðu liðsstjóranna.

Búist er við að keppnin verði formlega blásin af með tilkynningu í fyrramálið að áströlskum tíma, í kvöld að íslenskum tíma.

Sebastian Vettel (t.v) og Lewis Hamilton gantast á blaðamannafundi í …
Sebastian Vettel (t.v) og Lewis Hamilton gantast á blaðamannafundi í Melbourne í morgun. AFP
mbl.is

Kórónuveiran

7. apríl 2020 kl. 13:13
1586
hafa
smitast
559
hafa
náð sér
39
liggja á
spítala
6
eru
látnir