Real Madríd vill norska strákinn

Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland AFP

Norski tán­ing­ur­inn Erl­ing Braut Haaland er nú sagður efstur á óskalista spænska stórliðsins Real Madríd en drengurinn hefur skorað 12 mörk í fyrstu 11 leikjum sínum með Dortmund eftir að hann færði sig til Þýskalands um áramótin síðustu.

Dortmund keypti Haaland á um 14 milljónir evra frá Salzburg í Austurríki og vill félagið að minnsta kosti 60 milljónir fyrir framherjann í sumar. Hann er aðeins 19 ára gamall en hefur heldur betur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í vetur. Zinedine Zidane, þjálfari Real, vill bæta við sig markaskorara í sumar en spænski miðillinn Marca greinir frá þessu.

Hann er búinn að skora alls 40 mörk á leiktíðinni og hafa tíu þeirra komið í fyrstu sjö leikj­um hans í Meist­ara­deild­inni. Eng­inn hef­ur verið svona fljót­ur að kom­ast í tíu mörk í keppn­inni.

mbl.is