Leik frestað í Evrópudeildinni vegna veðurs

Daichi Kamada skoraði þrjú mörk fyrir Eintracht Frankfurt í fyrri …
Daichi Kamada skoraði þrjú mörk fyrir Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna. AFP

Viðureign Salzburg og Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í knattspyrnu sem fram átti að fara í Salzburg í Austurríki hefur verið frestað vegna veðurs í alpaborginni.

Þar hefur verið gefin út viðvörun vegna yfirvofandi óveðurs sem á að skella á Salzburg og nágrenni síðar í dag en vindstyrkur er talinn geta nálgast það að vera talinn fellibylur.

Eintracht vann fyrri leik liðanna í Þýskalandi á dögunum, 4:1. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær leikurinn geti farið fram.

mbl.is