Óskarsverðlaunahafi sá um þemalagið

Seattle Sounders eru ríkjandi MLS-meistarar.
Seattle Sounders eru ríkjandi MLS-meistarar. Ljósmynd/SeattleSounders

Bandaríska MLS-deildin í knattspyrnu hefst 29. febrúar með sex leikjum. Íslendingar eiga einn fulltrúa í deildinni á komandi keppnistímabili en það er Guðmundur Þórarinsson sem samdi við New York City í lok janúar á þessu ári.

Guðmundur er þriðji Íslendingurinn til þess að spila í deildinni en Guðlaugur Victor Pálsson lék með New York Red Bull árið 2012 og þá lék Kristinn Steindórsson lék með Columbus Crew árið 2015. 

Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir það að fara offari í kynningarefni en óskarsverðlaunahafinn Hans Zimmer var meðal annars fenginn til þess á dögunum að semja nýtt þemalag fyrir MLS-deildina. Zimmer hefur tíu sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og einu sinni unnið verðlaunin, árið 1995 fyrir tónlistina í Lion King.

mbl.is