Gamall mótherji Íslendinga með veiruna á sjúkrahúsi

Fatih Terim á hliðarlínunni hjá Galatasaray í síðasta mánuði.
Fatih Terim á hliðarlínunni hjá Galatasaray í síðasta mánuði. AFP

Fatih Terim, knattspyrnustjóri Galatasaray og fyrrverandi landsliðsþjálfara Tyrkja, skýrði frá því í kvöld að hann væri með kórónuveiruna og lægi á sjúkrahúsi.

Hinn 66 ára gamli Terim stýrði Tyrkjum í nokkrum leikjum gegn Íslendingum í undankeppni stórmótanna á síðasta áratug.

„Samkvæmt prófum sem gerð voru í dag er ég með kórónuveiruna. Ég er í góðum höndum á sjúkrahúsinu, hafið engar áhyggjur," skrifaði Terim á Twitter.

mbl.is