Landsliðsmarkvörður þakkar Frökkum

Rúnar Alex Rúnarsson er markvörður Dijon í franska fótboltanum.
Rúnar Alex Rúnarsson er markvörður Dijon í franska fótboltanum. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og markvörður franska félagsins Dijon, hefur sent frá sér þakkir til þeirra sem halda franska þjóðfélaginu gangandi.

„Í þessari baráttu megum við ekki gleyma öllum þeim sem inna af hendi afar mikilvæg störf. Það er þeim að þakka að þó við þurfum að búa við takmarkanir er hér engin ringulreið. Þakkir til ykkar allra sem vinnið við matvæli, orku, samgöngur, iðnað og fleira og fleira. Þið eruð svo mörg," skrifar Rúnar Alex á frönsku á Twitter-síðu sína.

mbl.is