Liðum sagt að hætta að æfa

Rangers er í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Steven …
Rangers er í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Steven Gerrard. AFP

Skoska knattspyrnusambandið hefur biðlað til félaga í landinu að hætta með með æfingar og fylgja meðmælum stjórnvalda. 

Einhver lið í skosku úrvalsdeildinni hafa æft síðustu daga, þrátt fyrir aðvörun stjórnvalda og knattspyrnusambandið er skiljanlega ekki sátt. „Við viljum minna félög á að hætta að æfa umsvifalaust.

Það er algjörlega gegn gildum leiksins og stjórnvalda. Við viljum stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Ian Maxwell, formaður skoska sambandsins í yfirlýsingu. 

Eins og undanfarin ár er Celtic með yfirburði í skoska fótboltanum og í toppsæti úrvalsdeildarinnar þar í landi eftir 30 leiki með 80 stig. Rangers er í öðru sæti með 67 stig. 

mbl.is