Minni hópar og færri leikir?

Gianni Infantino
Gianni Infantino AFP

Gianni Infantino, forseti FIFA, er með hugmyndir sem gætu einfaldað stærstu deildum Evrópu að klára tímabilin sín eftir frestanir vegna kórónuveirunnar. 

„Við þurfum að endurskipuleggja okkur og kannski þurfum við að taka eitt skref til baka,“ sagði Infantino við Gazzetta dello Sport. „Við verðum að vera öll í þessu saman og bjarga fótboltanum frá þessari krísu,“ bætti hann við. 

„Að hafa minni hópa og færri leiki gæti hjálpað. Leikirnir yrðu þá mikilvægari. Við þurfum hins vegar að ræða þetta áfram og öryggi leikmanna er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Infantino. 

FIFA gaf Alþjóðaheil­brigðismála­stofnuninni rúmar 8,5 milljónir evra til að hjálpa til í baráttunni við veiruna. 

mbl.is