Stuðningsmenn gefa rúmar 10 milljónir

Frá leik Dortmund og PSG í Meistaradeildinni.
Frá leik Dortmund og PSG í Meistaradeildinni. AFP

Stuðningsmenn þýska knattspyrnufélagsins Dortmund gáfu í dag veitingastöðum og börum í kringum Signal Iduna Park, heimavöll liðsins, 70.000 evrur eða um tíu og hálfa milljón króna.

Búið er að loka fjölmörgum stöðum í kringum völlinn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og er fjárhagslegt högg gríðarlegt. Félagið gerði könnum á heimasíðu sinni, þar sem stuðningsmenn gátu kosið um hvaða veitingastaðir og barir yrði styrktir. 

Mun félagið halda áfram góðgerðastarfsemi á næstu vikum. Tæplega 23.000 kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Þýskalandi og 86 látist af völdum hennar. 

mbl.is