Tímabilinu lokið í Hollandi?

Albert Guðmundsson leikur með AZ Alkmaar.
Albert Guðmundsson leikur með AZ Alkmaar.

Það verður enginn fótbolti spilaður í Hollandi fyrr en fyrsta lagi 1. júní eftir að yfirvöld þar í landi framlengdu samkomubanni. Upprunalega var frestað í hollensku úrvalsdeildinni til 6. apríl.

Vefsíðan Football-Oranje greindi frá í dag að tímabilið væri líklegast búið í hollenska fótboltanum. Forráðamenn hollenska knattspyrnusambandsins hafa fundið og rætt hvað verður um tímabilið. 

Væntanlega munu engin lið falla úr efstu deild og tvö efstu lið B-deildarinnar fara upp í úrvalsdeildina og verður liðunum því fjölgað úr 18 í 20.

Cambuur og De Graafschap eru sem stendur í tveimur efstu sætum B-deildarinnar. Þá mun Ajax og AZ fara í Meistaradeildina og Feyenoord, PSV og Willen II í Evrópudeildina. 

Albert Guðmundsson leikur með úrvalsdeildarliði AZ og Elías Már Ómarsson leikur með Excelsior í B-deildinni. Var liðið í sjöunda sæti og í baráttu um að fara upp um deild. 

mbl.is