Messi tekur til varna gegn veirunni

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Lionel Messi, leikmaður FC Barcelona, hefur ákveðið að láta andvirði einnar milljónar evra renna til sjúkrahúsa í Barcelona í þeim tilgangi að aðstoða þau við baráttuna við kórónuveiruna. 

Fyrr í dag kom fram að Katalóninn Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City  hefði ákveðið að láta sömu upphæð renna til baráttunar gegn vírusnum í borginni. 

Upphæðin nemur um 150 milljónum íslenskra króna en sjúkrahúsið greindi frá gjöf Messi á Twitter. 

mbl.is