Norðmenn miða við lok maí

Matthías Vilhjálmsson hefur leikið árum saman í Noregi og er …
Matthías Vilhjálmsson hefur leikið árum saman í Noregi og er leikmaður Vålerenga.

Stefnt er að því að hefja leik í knattspyrnunni í Noregi hinn 23. maí. Frá þessu var greint í kvöld en Norska knattspyrnusambandið og samtök félaganna hafa komist að samkomulagi um þetta. 

Norðmenn halda í vonina að ef til vill verði hægt að spila 16. maí. Þjóðhátíðardagur Norðmanna er 17. maí og er hefð fyrir því að spila heila umferð kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn. 

Gangi þetta eftir sjá Norðmenn fram á að spila tvær umferðir í efstu deildum karla og kvenna áður en áætlað landsleikjahlé tekur við í júní. 

mbl.is