Heimurinn allur er nú saman í liði

Lionel Messi er á meðal þeirra sem kemur fram í …
Lionel Messi er á meðal þeirra sem kemur fram í nýju myndskeiði FIFA. AFP

Knattspyrnusamband Íslands hefur deilt myndbandi frá FIFA þar sem margar af stærstu knattspyrnustjörnum heims gefa góð ráð og hvetja fólk til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni sem nú geisar um allan heim.

Í myndskeiðinu kemur fram að í fyrsta sinn er allur heimurinn saman í liði og að andstæðingurinn sé veiran. Knattspyrnustjörnur á borð við Lionel Messi hjá Barcelona, Alisson, markvörður Liverpool, og Carli Lloyd, landsliðskona Bandaríkjanna, eru á meðal þeirra sem koma skilaboðunum áleiðis en myndskeiðið má sjá hér að neðan.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman