Taka á sig launalækkun

Þýskalandsmeistararnir tóku á sig umtalsverða launalækkun.
Þýskalandsmeistararnir tóku á sig umtalsverða launalækkun. AFP

Leikmenn þýsku knattspyrnufélaganna Bayern München og Borussia Dortmund hafa samþykkt að taka á sig umtalsverða launalækkun á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir en það eru þýskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Þetta gera leikmennirnir til þess að hægt sé að bjarga öðrum störfum innan félaganna.  

Leikmenn Bayern München ætla að taka á sig 20% launalækkun og þá tilkynnti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund að hann ætli að lækka launin sín um helming. Leikmenn Bayern München og Dortmund fylgja þar með í kjölfarið á Borussia Mönchengladbach, Werder Bremen og Schalke sem tóku allir á sig launalækkun í síðustu viku.

mbl.is