Byrja aftur án áhorfenda

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson Ljósmynd/AZ Alkmaar

Hollenska knattspyrnusambandið ætlar sér að halda keppnum innan sambandsins áfram hinn 19. júní næstkomandi og þá án áhorfenda. Sambandið fundaði með félögum og hluthöfum í dag. 

Vonir standa til að leikmenn hollensku úrvalsdeildarinnar geti byrjað að æfa að nýju í maí og fái því nokkurn tíma til að koma sér í stand áður en deildin hefst á nýjan leik. 

Ajax, PSV Eindhoven og AZ Alkmaar höfðu áður kallað eftir því að núverandi tímabili yrði aflýst, en Ajax og AZ Alkmaar eru með 56 stig á toppi deildarinnar, sex stigum á undan Feyenoord.

Albert Guðmundsson leikur með AZ Alkmaar og Elías Már Ómarsson leikur með Excelsior í hollensku B-deildinni og er þar í baráttu um að fara upp um deild.

mbl.is