Velur Bayern fram yfir Liverpool

Kai Havertz.
Kai Havertz. AFP

Kai Havertz, einn efni­leg­asti knatt­spyrnumaður heims, vill fara til Bayern München þegar félagsskiptaglugginn verður opnaður en hann leikur í dag með Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni.

Havertz er aðeins tvítugur að árum og hefur verið orðaður við flest stærstu lið Evrópu í vetur. Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madríd voru sögðu hafa gefist upp í kapphlaupinu samkvæmt spænskum fjölmiðlum sem töldu Liverpool líklegasta áfangastað leikmannsins. Það var eftir að forráðamenn félagsins frá Bítlaborginni ræddu við umboðsmann leikmannsins en Þjóðverjinn vill halda sig í heimalandinu og spila fyrir besta liðið þar.

Það er talið næsta víst að Havertz yf­ir­gefi Bayer Le­verku­sen í sum­ar en samkvæmt Sky í Þýskalandi eru deildarmeistararnir í Bayern líklegastir til að hreppa ungstirnið. Havertz spilaði sinn fyrsta leik fyr­ir Bayer Leversku­sen árið 2016 en hann verður 21 árs gam­all 11. júní næst­kom­andi. Þá á hann að baki sjö lands­leiki fyr­ir Þýska­land þar sem hann hef­ur skorað eitt mark.

mbl.is