Fannst á lífi fjórum árum eftir að hann var talinn af

Hainnick Kamba er enn á lífi og við góða heilsu.
Hainnick Kamba er enn á lífi og við góða heilsu. Ljósmynd/Schalke

Hainnick Kamba, sem á sínum tíma var leikmaður þýska knattspyrnufélagsins Schalke, var skráður látinn eftir bílslys byrjun árs 2016. Nú er hins vegar komið í ljós á Kongómaðurinn er lifandi og við góða heilsu. 

Þýski miðilinn Bild greinir fá því að Kamba starfi hjá orkuveitu í Ruhr. Var Kamba þrítugur þegar hann var talinn af fyrir rúmum fjórum árum síðan. 

Fyrrverandi eiginkona Kamba hefur verið ákærð fyrir tryggingasvindl, en hún fékk væna summu þegar Kamba var talinn af.

Mun Kamba vera á meðal þeirra sem bera vitni í málinu gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. 

mbl.is